fbpx

Um Höfnina

Höfnin er íslenskur veitingastaður þar sem toppgæði og sanngjarnt verð fara saman. Brynjar Eymundsson matreiðslumeistari og hans fjölskylda settu staðinn upp vorið 2010. Sérstaklega var hugað að því að viðhalda tíðaranda og sál hússins sem er mikil en sægrænu húsin við Suðurbugtina eru byggð á árunum kringum 1930 og þjónuðu sem beitningaskúrar og netageymslur fram yfir aldamótin síðustu.

Sterk tenging fjölskyldunnar til sjómennsku laðaði þau Brynjar og Elsu að þessum stað sem til stóð að rífa en hrunið mikla bjargaði því. Í dag eru á svæðinu fjöldi veitingastaða og verslana sem byggst hafa upp á allra síðustu árum í bland við smábáta og trillukarla færandi fiskinn heim beint fyrir framan veitingastaðinn. Öll helstu hvalaskoðunarfyrirtækin eru fyrir fram gluggana hér og er hér til orðið nánast nýtt hverfi í miðborg Reykjavíkur sem hundruðir ferðamanna og annarra sækja daglega.

Höfnin er á tveimur hæðum og tekur um 100 gesti í sæti og býður einnig ævintýralegt útsýni yfir smábátahöfnina, atvinnustarfsemina og mannlífið sem því fylgir, Esjuna og Faxaflóann.

Á Höfninni er lögð áhersla á klassískan íslenskan mat sem færður er í nútíma búning og meðal vinsælla rétta eru skelfisksúpan sem fræg er orðin, bláskelin, plokkfiskurinn, bleikjan og íslenska lamba- og nautakjötið. Útisvæðið okkar er eitt hið allra besta á svæðinu og frábært að njóta þar í mat og drykk.

Fjölskyldan býður gesti sína velkomna í von um að þeir upplifi nútímann í samt klassískum íslenskum mat framsettum af meistarahöndum.

Höfnin - Reykjavík

Höfnin notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á hofnin.is

• CookieConsent


Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur